Ungu strákarnir semja við Selfoss

Ungu strákarnir semja við Selfoss

Á dögunum skrifuðu fjórir strákar úr 3. og 4.flokk undir samning við handknattleiksdeild Selfoss. Það voru þeir Hannes Höskuldsson, Haukur Páll Hallgrímsson, Tryggvi Þórisson og Reynir Freyr Sveinsson. Þeir Tryggvi og Haukur Páll dýfðu tánum í meistaraflokkslaugina á síðasta tímabili, en þeir Hannes og Reynir eru að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokk. Það er ánægjulegt að þessir ungu og efnilegu strákar verða hluti af sterkum hóp meistaraflokks karla í vetur.

Tags: