Upphitun fyrir Selfoss – Grótta N1-deild kvenna

Upphitun fyrir Selfoss – Grótta N1-deild kvenna

Á laugrdaginn 23. febrúar klukkan 13:30 leikur Selfoss við Gróttu í N1-deild kvenna.  Grótta vann fyrri leik liðana naumlega 17-16 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 11-7. Það er því von a hörku leik og mikilli skemmtun.

Grótta hefur á að spila hörkuliði sem hefur verið að spila örlítið undirvæntingum. Þær sitja 7 sæti deildarinnar með 15 stig. Þær hafa náð góðum úrslitum í seinustu leikjum eins og sigur á Stjörnunni í Garðabæ. Leikur liðsins snýst að flestu leiti um Sunnu Maríu Einarsdóttir sem hefur skorað 99 mörk í 17 leikjum. Næst markahæst í liðinu er Eva Björk Davíðsdóttir með 53 mörk í 17 leikjum. Þriðja markahæst er Tinna Laxdal Gautadóttir með 41 mörk í 15 leikjum. Í markinu hjá þeim hefur Elín Jóna Þorsteinsdóttir spilað flesta leiki eða 5. Hinsvegar hefur fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Íris Björk Símonardóttir leikið 5 leiki fyrir liðið og gæti verið að hún spili á morgun. Annars verður Heiða Ingólfsdóttir í hópi hjá þeim.

Gengi Gróttu á tímabilinu: J-S-T-T-T-T-S-S-T-T-T-S-T-S-S-T-S

Selfoss situr í augnablikinu í 9 sæti deildarinnar. Stelpurnar eiga 3 mjög erfiða leiki eftir í deildinni. Grótta og Fram heima og Stjarnan á útivelli. Það er því ólíklegt að liðið komi sér yfir Hauka sem hafa 8 stig eins og Selfoss. Haukarnir eiga nefnilega eftir að leika við ÍBV, Aftureldingu og Fylki. Töluvert auðveldara prógram. Það má þó aldrei segja aldrei og sigur á morgun gæti hjálpað liðinu mikið. Stelpurnar meiga þó vera gífurlega sátttar með veturinn, af 3 nýliðum í deildinni þá eru þær vonandi að fara enda efstar af liðunum. Það er bara vonandi að seinustu leikirnir fari í reynslubankann eins og allt tímabilið. Markahæst í Selfoss liðinu er Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir með 81 mörk í 14 leikjum. Næst markahæst er Carmen Palamariu með 73 mörk í 16 leikjum. Þriðja markahæst er svo stórskyttan Kristrún Steinþórsdóttir með 52 mörk í 16 leikjum. Það eru svo þær stöllur Áslaug Ýr Bragadóttir og Ásdís Björg Ingvarsdóttir sem standa vaktina í markinu.

Gengi Selfoss á tímabilinu: S-T-T-T-T-S-T-T-T-T-T-S-T-T-T-S-T

Heimasíðan hvetur sem flesta til að fjölmenna á þennan leik og styðja stelpurnar í lokabaráttunni. Einnig verður á leiknum forsala á undanúrslitaleik mfl. karla Selfoss – ÍR í laugardalshöllinni 8 mars klukkan 17:15. Endilega nota tækifærið og fá sér miða og eiga frábæran tíma í Höllinni með Selfyssingum!

Áfram Selfoss!

 

N1 deild kvenna 2013
Meistaraflokkur
Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. Valur 17 16 0 1 558:347 211 32
2. Fram 18 16 0 2 548:362 186 32
3. ÍBV 17 12 1 4 452:367 85 25
4. Stjarnan 18 11 0 7 492:434 58 22
5. HK 17 10 1 6 420:424 -4 21
6. FH 17 10 0 7 423:422 1 20
7. Grótta 17 7 1 9 394:399 -5 15
8. Haukar 17 4 0 13 382:457 -75 8
9. Selfoss 17 4 0 13 358:439 -81 8
10. Afturelding 18 2 1 15 339:508 -169 5
11. Fylkir 17 1 0 16 297:504 -207 2