Upphitun fyrir Selfoss – ÍBV

Upphitun fyrir Selfoss – ÍBV

Á föstudaginn 16. nóvember klukkan 19:30 þá fer fram baráttan um Suðurlandið. Þegar við tökum á móti ÍBV í íþróttahúsinu við Vallaskóla. Það á von á góðum leik og mikilli baráttu eins og alltaf þegar þessi tvö lið mætast.

ÍBV geta verið sáttir með byrjun tímabilsins hjá þeim, 4 sigurleikir, 1 jafntefli og 1 tap. Sem þýðir að liðið situr í 4 sæti með 9 stig. Deildin er reyndar mjög jöfn og einungis 1 stig í toppinn. Það eru Erlingur Richardsson og Arnar Pétursson sem þjálfa lið eyjamanna og mikil reynsla þar. Það er fyrrum leikmaður Hauka Nemanja Malovic sem hefur farið á kostum fyrir þá í byrjun tímabilsins, hefur skorað 46 mörk og er langmarkahæstur í 1.deildinni. Næstur honum kemur Grétar Þór Eyþórsson með 34 mörk og Magnús Stefánsson með 23 mörk. Í liði eyjamanna er Guðni Ingvarsson okkur góðkunnugur, en hann spilaði hérna í 4 ár. Í markinu hjá þeim eru svo Kolbeinn Aron Ingibjargarson og Haukur Jónsson. Aðalsmerki ÍBV  í vetur hefur verið mikill sóknarbolti, enda er liðið langmarkahæst í deildinni og hjálpar 17 marka sigur á Gróttu í seinasta leik mikið.

Selfoss heldur áfram að halda toppsæti deildarinnar ásamt Stjörnunni. 5 sigurleikir og 1 tap og hefur liðið þá 10 stig. Það er nokkuð augljóst að Atli Kristinsson mun ekki spila á föstudaginn, en ennþá er óljóst hversu alvarleg meiðslin eru. Einar Sverrisson er markahæstur Selfyssinga með 34 mörk, næstur honum er Einar Pétur með 30 mörk og þá Hörður Bjarnarson með 26 mörk. Það er þó ljóst að mest mun mæðast á vörninni og markvörslunni í þessum leik. Selfoss er það lið sem hefur fengið fæst mörk á sig í deildinni einungis 127 mörk, sem gerir 21,2 mörk að meðaltali í leik. Liðið hefur svo skorað 164 mörk, sem gerir 27,3 mörk að meðaltali í leik. Í markinu verða svo að vanda Helgi og Sverrir en báðir hafa farið á kostum. Þá sérstaklega Helgi sem er farinn að gera það að vana sínum að vera með yfir 50% markvörslu.

Liðin léku saman í fyrstu deildinni í fyrra. Lenti Selfoss þá í 4 sæti einu stigi fyrir ofan ÍBV sem voru í 5 sæti. Léku liðin 4 sinnum gegn hvort öðru. Í fyrsta leiknum á Selfossi rústaði ÍBV okkur 24-37 og sá liðið aldrei til sólar í þeim leik. Næst mættust liðin í Eyjum, sá leikur var töluvert jafnari en að lokum vann ÍBV 35-32. Þannig að næst þegar liðin mættust á Selfossi, þá var liðið virkilega tilbúið til að hefna sín og unnu mjög sætan 21-20 sigur. Í seinasta leiknum sem var spilaður í eyjum, voru Selfoss strákarnir tilbúnir í alvöru leik og unnu 21-23. Þannig að viðureignirnar skiptust í 2 selfoss sigra og 2 ÍBV sigra. Það má því búast við mikilli skemmtun á föstudaginn.

 

Heimasíðan hvetur alla sem geta komið sér fært til að mæta, enda eru þetta leikirnir sem við viljum sjá pallanna fulla.