Upphitun fyrir Selfoss – Stjarnan mfl. karla

Upphitun fyrir Selfoss – Stjarnan mfl. karla

Í kvöld leikur Selfoss við Stjörnuna í Vallaskóla klukkan 19:30. 

Stjarnan hefur á að skipa öflugu liði sem hefur byrjað tímabilið vel. Fóru til Eyja og sóttu jafntefli 22-22 og unnu svo stórsigur á Gróttu. Stjarnan hefur verið að byggja upp ungt lið á undanförnum árum og er Gunnar Berg Viktorsson að þjálfa þá. Helsta ógnin hjá Stjörnunni er vinstri skyttan þeirra Þórður Rafn sem er á láni frá Haukum og hægri hornamaðurinn Þröstur Þráinsson. Hann var að leika með Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni á seinsta tímabili.

Selfoss hefur byrjað tímabilið á besta veg, góður sigur á Gróttu 24-25 og fylgdu því svo eftir með auðveldum sigri á Fylki 29-14. Strákarnir verða þó að mæta vel undirbúnir og tilbúnir í átök í kvöld. Enda um stórleik að ræða og verður ekki auðvelt að ná í tvö stigin frá góðu Stjörnuliði.

Í fyrra léku liðin saman í 1. deildinni og spilðu 4 sinnum gegn hvort öðru. Þar hefur Stjarnan vinninginn, en þeir unnu 2 leiki, gerðu liðin svo eitt jafntefli og náði Selfoss að lokum einum sigri. Eiga allir leikirnir það sameiginlegt að vinnast á 1-2 mörkum, nema fyrsti leikurinn sem Selfoss tapaði með 6.

Hvetur heimasíðuna Selfyssinga til að fjölga á pallana í kvöld og hvetja sína stráka til sigurs.