Upphitun fyrir Selfoss – Þróttur í 1.deild karla

Upphitun fyrir Selfoss – Þróttur í 1.deild karla

Á föstudaginn 8. febrúar leikur Selfoss gegn Þrótti í íþróttahúsinu við Vallaskóla klukkan 19:30. Seinast þegar liðin mættust vann Selfoss góðan sigur 19-35 eftir að staðan var 12-14 í hálfleik.

Þróttur hefur verið í miklum vandræðum í deildinni eftir ágæta byrjun. En þeir hafa núna tapað 9 leikjum í röð. Það verður þó að taka fram að þeir eru nýliðar í deildinni eftir 2 ára fjarveru. Þeir eru þó í harðri baráttu við Fylkir og Fjölni um að sleppa við tvö neðstu sætin. Liðið situr í 7 sæti með 4 stig. Þróttur varð fyrir töluverðu áfalli þegar Einar Gauti Ólafsson ákvað að fara heim til ÍBV í janúar. Hann var búin að fara mikinn í markaskorun hjá Þrótt með 45 mörk í 10 leikjum. Markahæstur í liði Þrótts er Aron Heiðar Guðmundsson með 69 mörk í 12 leikjum. Næst markahæstur er Styrmir Sigurðarson með 26 mörk í 12 leikjum. Faðir hans ætti að vera vel þekktur á Selfossi, en hann er fyrrverandi stórskytta Selfoss Sigurður Valur Sveinsson. Þriðji markahæstur er Óli Björn Vilhjálmsson með 24 mörk í 10 leikjum. Það er greinilegt að Þróttur hefur átt í erfiðleikum með að skora, þar sem þeir eru með næst verstu markatöluna einungis 4 mörkum betri en Fylkir. Í markinu standa svo vaktina Einar Þór Gunnlaugsson og Viktor Alex Ragnarsson.

Gengi Þróttar á tímabilinu: T-S-S-T-T-T-T-T-T-T-T-T

Selfoss liðið þarf nauðsynlega á sigri í þessum leik og eiginlega restinni af leikjunum. Til að halda í sæti í umspilinu og helst ná í 2-3 sætið. Það verður þó gífurlega erfitt verkefni, en Selfoss liðið vant því að fara fjallabakkaleiðina í verkefnunum sínum. Selfoss situr í 4 sæti með 14 stig. Einar Sverrisson heldur áfram að bera upp Selfoss liðið og bæði í sókn og vörn. En drengurinn er með 81 mörk í 12 leikjum.Næst markahæstur er svo Matthías Örn Halldórsson með 56 mörk í 12 leikjum. Liðið þarf á góðum leikjum frá honum núna, sérstaklega varnarlega. þriðji markahæstur er svo fyrirliði liðsins hægri hornamaðurinn Hörður Gunnar Bjarnarson. Það eru svo þeir félagar Helgi Hlynsson og Sverrir Andrésson sem standa vaktina í markinu. Sverrir átti frábæra innkomu í seinasta leik gegn Fjölni. En þá átti Helgi sinn versta leik í vetur og mun hann klárlega koma betur undirbúinn í þennan leik og eiga góðan dag.

Gengi Selfoss á tímabilinu: S-S-T-S-S-S-T-T-S-T-T-S

Seinast þegar þessi lið léku saman í fyrstu deildinni, var árið 2010. Þá léku liðin þrisvar gegn hvort öðru og vann Selfoss alltaf yfirburðarsigur. Það má líka benda á þá staðreynd að seinast þegar þessi lið voru saman í fyrstu deildinni þá fór Selfoss beint upp.

Heimasíðan hvetur sem flesta til að mæta og rífa upp áhorfendatölurnar sem hafa oft verið betri en í ár!

1.deild karla 2013
Meistaraflokkur
Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. ÍBV 12 9 2 1 383:270 113 20
2. Stjarnan 12 8 3 1 354:280 74 19
3. Víkingur 12 8 1 3 311:262 49 17
4. Selfoss 12 7 0 5 316:297 19 14
5. Grótta 12 6 0 6 328:316 12 12
6. Fjölnir 12 3 1 8 283:346 -63 7
7. Þróttur 12 2 0 10 275:368 -93 4
8. Fylkir 12 1 1 10 271:382 -111 3