
21 mar Upphitun fyrir Stjarnan – Selfoss 1.deild karla

Á föstudaginn 22. mars fer fram lokaumferðin í 1.deild karla. Leikur þá Selfoss við Stjörnuna í Garðabænum klukkan 19:30. Von er á erfiðumleik gegn góðu Stjörnuliði.
Stjarnan hefur átt gott tímabil hingað til, þeir komust í úrslitaleikinn í bikarnum eftir góðan sigur á Akureyri og töpuðu naumlega gegn ÍBV á mánudaginn í baráttunni um efsta sætið í fyrstu deildinni. Liðið er hinsvegar öruggt um sæti í umspilinu og möguleika á N1-deildinni á næsta ári. Liðinu hefur gengið upp og niður eftir að þeir misstu Halldór Guðjónsson og Þórð Rafn Guðmundsson úr láni frá FH og Haukum. Til dæmis góður 10 marka sigur á Víkingi en hinsvegar tap gegn Þrótti og Gróttu. Stjarnan er þó byggt upp af ungum uppöldum drengjum og mikill hugur og barátta í þeim. hægri hornamaðurinn Þröstur Þráinsson hefur farið fyrir liðinu í markaskorun með 99 mörk í 20 leikjum. Næstur kemur Bjarni Jónsson með 60 mörk í 18 leikjum. Guðmundur Sigurður Guðmundsson hefur verið öflugur á síðustu vikum, en drengurinn hefur skorað 49 mörk í 19 leikjum. Markverðir liðsins eru svo Svavar Már Ólafsson og Brynjar Darri Baldursson
Gengi Stjörnunar á tímabilinu: J-S-S-S-J-S-S-J-S-S-S-T-S-T-S-S-T-S-S-T
Selfoss er líklega búið að missa af sæti í umspilinu. Til þess að ná sætinu þarf liðið að vinna Stjörnuna og vona að Grótta tapi gegn Fjölni. Þetta verður að teljast ólíklegt, þó vill svo til að Grótta tapaði fyrr i vetur gegn Fjölni á heimavelli. Ef umspil sætið verður ekki tryggt þá er ekki annað hægt að segja, en að tímabilið hafi verið vonbrigði. Þó að liðið hafi náð í undanúrslit í bikar, þá er gífurleg vonbrigði að missa af umspilinu. Einar Sverrisson er langmarkahæstur í Selfoss með 123 mörk í 20 leikjum. Það verður að teljast ólíklegt að hann nái Nemanja Malovic sem hefur skorað 141 mörk. Næstur kemur Matthías Örn Halldórsson með 79 mörk í 20 leikjum. Þriðji markahæstur er svo lánsmaðurinn frá Haukum Einar Pétur Pétursson með 72 mörk í 20 leikjum. En hann hefur reynst liðinu gífurlega vel og gerði liðið vel að fá hann. Markverðir liðsins verða svo Helgi Hlynsson og Sölvi Ólafsson
Gengi Selfoss á tímabilinu: S-S-T-S-S-S-T-T-S-T-T-S-S-T-J-T-S-S-S-T
Heimasíðan hvetur að venju sem flesta til að kíkja í Garðabæinn og kíkja á strákana líklega í síðasta skiptið í vetur.
Áfram Selfoss!
1.deild karla 2013 | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Meistaraflokkur | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|