
01 mar Upphitun fyrir Stjarnan – Selfoss N1-deild kvenna

Á laugardaginn 2. mars leikur Selfoss við Stjörnuna í Garðabæ klukkan 13:30 í N1-deild kvenna. Stjarnan vann fyrri leik liðana á Selfossi 25-32 eftir að staðan var 10-14 í hálfleik. Það er því von á mjög erfiðum leik fyrir Selfoss.
Stjarnan hefur verið að spila aðeins töluvert undir væntingum og ætluðu sér líklega ekki að vera í 5 sæti í deildinni. Möguleikar þeirra á að komast í úrslitakeppnina eru þó ágætir þar sem HK þarf að spila við Val og Gróttu, en Stjarnan á svo leik við FH í lokaumferðinni. Stjörnuliðið er gífurlega vel mannað og landsliðsfyrirliðin Rakel Dögg Bragadóttir þar fremst. Hún hefur skorað 52 mörk í 14 leikjum. Lang markahæst í Stjörnuliðinu er þó Hanna Guðrún Stefánsdóttir með 116 mörk í 16 leikjum. Jóna Margrét Ragnarsdóttir er svo næst markahæst með 74 mörk í 13 leikjum. Markverðir liðsins eru svo Sunnaeva Einarsdóttir og Hildur Guðmundsdóttir
Gengi Stjörnunar á tímabilinu: T-T-S-T-S-S-T-S-S-S-T-S-S-S-T-S-T-S
Selfoss er í ágætri stöðu í deildinni fyrir nýliða. Liðið situr í 9 sæti með 8 stig og ólíklegt að liðið fari neðar eða ofar. Þannig að næstu tveir leikir verða vonandi vel nýttir af stelpunum. Þar sem það er engin pressa á liðinu og þær geta bara spilað sinn bolta. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er markahæst í Selfoss liðinu með 85 mörk í 15 leikjum. Næst markahæst er Carmen Palamariu 73 mörk í 16 leikjum. Þriðja markahæst er svo Kristrún Steinþórsdóttir með 56 mörk í 17 leikjum. Markverðir liðsins eru Áslaug Ýr Bragadóttir og Ásdís Björg Ingvarsdóttir.
Gengi Selfoss á tímabilinu:S-T-T-T-T-S-T-T-T-T-T-S-T-T-T-S-T-T
Endilega fjölmenna í Garðabæin og styðja stelpurnar á lokametrunum og svo í síðasta heimaleiknum 16. mars klukkan 13.30 gegn Fram í Vallaskóla.
Áfram Selfoss!
N1 deild kvenna 2013 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Meistaraflokkur | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|