Upphitun fyrir Þróttur – Selfoss

Upphitun fyrir Þróttur – Selfoss

Á föstudaginn 9. nóvember klukkan 19.30 byrjar 1.deildin aftur eftir landsleikjahlé og  fer Selfoss í Laugardalshöllina og sækja Þrótt heim í næst seinasta leik fyrstu umferðarinnar.

Þróttur hefur byrjað tímabilið með miklum ágætum og náð í 4 stig gegn Fjölni og Fylki en tapað þremur leikjum. Þróttur eru nýliðar í deildinni eftir tveggja ára fjarveru. Þeir ætla sér að byggja upp ungt og efnilegt lið þarna og réðu til þess Gunnar Guðmundsson sem er fyrrverandi þjálfari Fjölnis.  Tveir menn hafa borið upp sóknarleik Þrótts, en Aron Heiðar Guðmundsson hefur skorað 30 mörk fyrir þá og eyjastrákurinn Einar Gauti Ólafsson skorað 23 mörk. Í markinu er Viktor Alex Ragnarsson sem hefur bæði skorað mark í vetur og fengið tvær mínútur, sem er ágætt afrek.

Selfyssingar geta verið ánægðir með byrjun tímabilsins með 8 stig af 10 mögulegum og sitja á toppinum ásamt Stjörnunni. Markaskor Selfoss hefur dreyfst með miklum ágætum Einar Pétur er markahæstur með 27 mörk, Einar Sverrisson fylgir á eftir með 25 mörk. Hörður Bjarnarson 23 mörk og Matthías Örn 21 mörk. En í vörninni hafa Ómar Helgason, Atli Kristinsson og Matthías Örn staðið upp úr mjög góðri vörn okkar. Sem hefur hingað til verið aðalsmerki liðsins. Markvarslan hefur verið virkilega góð og Helgi og Sverrir dreyft spiltímanum vel á milli sín.

Seinast þegar þessi lið léku saman í fyrstu deildinni, var árið 2010. Þá léku liðin þrisvar gegn hvort öðru og vann Selfoss alltaf yfirburðarsigur. Það má líka benda á þá staðreynd að seinast þegar þessi lið voru saman í fyrstu deildinni þá fór Selfoss beint upp.

Heimasíðan hvetur Selfyssinga til að fjölmenna í Höllina á föstudaginn, enda skiptir ykkar stuðningur strákana miklu máli.