Úrslitakeppni að hefjast – Leikir á Selfossi

Úrslitakeppni að hefjast – Leikir á Selfossi

Þá er úrslitakeppnin hjá yngri flokkunum að fara af stað eftir páskafrí. Okkar lið eru í þann mund að gera sig klára fyrir fyrstu leikina en 4. flokkur karla, 4. flokkur kvenna og 3. flokkur karla leika á Selfossi á næstunni. Viðureignirnar hjá okkar fólki er sem hér segir.

3. flokkur karla mætir Þór á heimavelli laugardaginn 6. apríl (á morgun) kl. 13:00 í umspili.

3. flokkur kvenna mætir FH á útivelli miðvikudaginn 10. apríl kl. 20:30 í 8-liða úrslitum.

4. flokkur karla Eldri mætir Stjörnunni á heimavelli föstudaginn 12. apríl kl. 20:30 í 8-liða úrslitum.

4. flokkur kvenna Eldri mætir Haukum á heimavelli sunnudaginn 14. apríl kl. 15:00 í 8-liða úrslitum.

4. flokkur karla Yngri mætir Gróttu á útivelli miðvikudaginn 10. apríl kl. 21:00 í 8-liða úrslitum.

4. flokkur kvenna Yngri mætir ÍR á útivelli fimmtudaginn 11. apríl kl. 17:45 í 8-liða úrslitum.

Sigurliðin í 8-liða úrslitum komast áfram í undanúrslit sem einnig eru leikin á heimavelli/útivelli. Eftir það taka úrslitaleikirnir við en þeir eru allir leiknir sama dag (26. apríl) á hlutlausum velli.

Áfram Selfoss