Úrslitakeppni og umspil

Úrslitakeppni og umspil

Nú þegar lokaumferðum deildarkeppninnar í handbolta er lokið liggur fyrir hvaða liðum Selfyssingar mæta í fyrstu einvígjum úrslitakeppni Olís-deildar kvenna og umspili um laust sæti í Olís-deild karla.

Selfoss hefur leik í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna gegn Gróttu mánudaginn 6. apríl en úrslitakeppni Olís-deildar karla hefst þriðjudaginn 7. apríl.

Strákarnir okkar hefja leik í umspilskeppni 1. deildar karla um laust sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð þegar þeir mæta Fjölni á útivelli föstudaginn 10. apríl.

Á hemasíðu HSÍ má finna leikjadagskrána í heild sinni.

Úrslitakeppni Olís-deild kvenna, 1. umferð:
Grótta – Selfoss
Fram – Fylkir
Stjarnan – Valur
ÍBV – Haukar

Umspilskeppni 1. deildar karla, 1. umferð:
Víkingur – Hamrarnir
Fjölnir – Selfoss

Úrslitakeppni Olís-deildar karla, 1. umferð:
Valur – Fram
Afturelding – ÍBV
ÍR – Akureyri
FH – Haukar