Úrslitaleikur gegn Aftureldingu

Úrslitaleikur gegn Aftureldingu

Selfoss og Alfurelding eigast við í kvöld að Varmá í þriðja leik sínum í umspili um laust sæti í N1 deild karla. Hefst leikurinn kl. 19:30. Afturelding vann fyrsta leikinn 30:25, en Selfoss jafnaði metin í öðrum leik 26:25. Þriðji leikurinn er því hreinn útslitaleikur um hvort liðið leikur við Stjörnuna um sæti í N1 deildinni. Nú er um að gera að skella sér í Mosfellsbæinn og hvetja Selfoss-strákana. Áfram Selfoss!!!