Útisigur hjá 4. flokki karla

Útisigur hjá 4. flokki karla

Strákarnir í 4. flokki mættu Aftureldingu í Mosfellsbæ í gær. Selfoss var með yfirhöndina allan leikinn og sigraði að lokum 23-31 eftir að hafa leitt 10-16 í hálfleik.

Selfyssingar komust 1-4 yfir og höfðu yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Mest náðu þeir sjö marka forskoti í fyrri hálfleik en voru sex mörkum yfir í hálfleik. Afturelding minnkaði muninn í fjögur mörk í byrjun síðari hálfleiks en bætti þá Selfoss í og komst mest níu mörkum yfir. Lokatölur urðu sem áður segir 23-31.

Gaman var að sjá sóknarleik liðsins í leiknum þar sem góður taktur var í liðinu. Strákarnir spiluðu lengstum vel saman og þá alltaf upp á góð færi. Engu breytti þótt Afturelding tæki mann úr umferð því Selfyssingar bættu þá bara við forskotið. Varnarleikurinn var ágætur á köflum og til dæmis var gaman að sjá 3-2-1 vörnina virka vel inn á milli.

Næsti leikur Selfyssinga er gegn FH næstkomandi sunnudag. Þar er allt mögulegt, sérstaklega ef strákarnir ná upp sama vilja og hugarfari og hefur verið að undanförnu.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.