Útskrift úr handknattleiksakademíu og lokahóf 3. flokks kvenna og karla

Útskrift úr handknattleiksakademíu og lokahóf 3. flokks kvenna og karla

Útskrift handknattleiksakademíu ásamt lokahófi 3. flokks karla og kvenna fór fram í Tíbrá þann 5. maí sl. Að vanda var lokahófið vel heppnað og eftir hefðbundna dagskrá buðu Soffía og Olga upp á glæsilegan kvöldverð og kökur en þær hafa séð um mötuneyti akademíunnar undanfarin ár.

Sjö nemendur akademíu voru að ljúka þriggja ára námi, fjórar stelpur og þrír strákar en í vetur stunduðu alls 30 nemendur nám þar. Akademían er hugsuð sem aukaæfing fyrir íþróttamanninn í styrktarþjálfun, tækniæfingum og fleira og er því frábær viðbót fyrir þá sem vilja ná lengra og eflast enn frekar í íþróttinni. Veittar eru þrjár viðurkenningar akademíunnar en það er fyrir mestu framfarir í lyftingum sem Guðjón Ágústsson fékk í ár. Svo er veitt viðurkenning fyrir afrek ársins og  valinn er afreksmaður ársins. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fékk báðar síðarnefndu viðurkenningarnar en hún hefur fengið viðurkenningu fyrir afrek ársins öll þrjú árin sín í akademíunni enda frábær íþróttamaður og ein efnilegasta handboltakona landsins. Afrek ársins er fundið út frá tölfræði en Hrafnhildur Hanna skoraði í vetur 312 mörk (með 49% nýtingu), var með 184 stoðsendingar, 100 varin skot og 385 brotin fríköst. Hún spilaði með meistaraflokki kvenna og 3. flokki kvenna í vetur.

Allir útskriftarnemar fengu afhent sérhannað barmmerki, merkt Ungmennafélaginu og handknattleiksakademíunni.

Samhliða útskrift úr akademíunni voru veittar viðurkenningar til 3. flokks karla og kvenna. Veitt voru verðlaun fyrir tvö lið í hvorum flokki og voru þau eftirfarandi:

3 fl. kvenna B-lið: Framfarir og ástundun: Perla Ruth Albertsdóttir. Markadrottning: Heiðrún Huld Jónsdóttir (36 mörk). Varnarmaður ársins: Andrea Ýr Guðmundsdóttir. Leikmaður ársins: Perla Ruth Albertsdóttir.

3 fl. kvenna A-lið: Framfarir og ástundun: Katrín Ósk Magnúsdóttir. Markadrottning: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (203 mörk). Varnarmaður ársins: Þuríður Guiðjónsdóttir. Leikmaður ársins: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir.

3 fl. karla yngra ár: Framfarir og ástundun: Elvar Örn Jónsson. Markakóngur: Ómar Ingi Magnússon (181 mark). Varnarmaður ársins: Hergeir Grímsson. Leikmaður ársins: Ómar Ingi Magnússon.

3 fl. karla eldra ár: Framfarir og ástundun: Guðjón Ágústsson. Markakóngur: Sævar Ingi Eiðsson (148 mörk). Varnarmaður ársins: Bjarki Már Magnússon. Leikmaður ársins: Árni Guðmundsson.

Útskriftarnemum akademíunnar og verðlaunahöfum þessara flokka er óskað innilega til hamingju með útskriftina og árangur vetrarins.

Myndin að ofan er af útskriftarnemum akademíunnar en hér fyrir neðan eru myndir af verðlaunahöfum akademíunnar, 3. flokks karla og 3. flokks kvenna ásamt þjálfurum.

IMG_5929 IMG_5920 IMG_5919 IMG_5915 IMG_5913image