Valur sigraði Ragnarsmót karla 2019

Valur sigraði Ragnarsmót karla 2019

Valur sigraði Ragnarsmót karla 2019 eftir sigur á ÍBV í úrslitaleik á laugardaginn s.l. Selfoss endaði í 5. sæti á mótinu. Mótið er árlegt æfingamót í handbolta til minningar um Ragnar Hjálmtýsson sem lést í bílslysi ungur að árum árið 1988, mótið hefur verið haldið árlega síðan og markar upphaf handboltavertíðarinnar.

Valur vann alla sína leiki nokkuð örugglega og stóðu uppi sem sigurvegarar Ragnarsmótsins. Selfoss tapaði hins vegar báðum sínum leikjum og spilaði því um 5. sæti mótsins gegn Fram og unnu strákarnir örrugan sigur á þeim 34-25. 

Finnur Ingi Stefánsson í Val var valinn leikmaður mótsins ásamt því að vera markahæsti leikmaður mótsins með 22 mörk. Einar Baldvin Baldvinsson, Selfossi, var valinn markmaður mótsins, Anton Rúnarsson, Val, var valinn sóknarmaður mótsins. Elliði Snær Viðarsson, ÍBV, var valinn varnarmaður mótsins.

Úrslit mótsins
 
ÍBV 30-19 Fram
Selfoss 22-28 Valur
 
Haukar 33-24- Fram
Selfoss 23-26 ÍR
 
Valur 31-22 ÍR
Haukar 26-34 ÍBV
 
5. sæti: Selfoss 34-25 Fram
3. sæti: ÍR 25-33 Haukar
Úrslitaleikur: ÍBV 21-25 Valur
 
Ragnarsmót kvenna hefst svo í dag. Selfoss hefur leik kl 18:30 og mætir þar Gróttustelpum. Þar á eftir verður leikur Fylkis og ÍR kl 20:15. Hér að neðan má sjá dagskrá Ragnarsmóts kvenna.
 
Mánudagur 19. ágúst
18.30: Selfoss-Grótta
20.15: Fylkir-ÍR
 
Þriðjudagur 20. ágúst
18.30: Selfoss-ÍR
20.15: Grótta-Fylkir
 
Miðvikudagur 21. ágúst
18.30: Selfoss-Fylkir
20.15: ÍR-Grótta
_____________________
Mynd: Valur sigruðu Ragnarsmót karla 2019
Umf. Selfoss / ESÓ
Tags: