Vel heppnaður aðalfundur handknattleiksdeildar

Vel heppnaður aðalfundur handknattleiksdeildar

Aðalfundur handknattleiksdeildarinnar var haldinn í Tíbrá miðvikudagskvöldið s.l. Heppnaðist fundurinn með ágætum og var vel mætt.

Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og var ársskýrsla og reikningar deildarinnar lagðir fram til samþykktar. Einnig var ný stjórn kjörin, en hún er skipuð Þóri Haraldssyni (formaður), Söndru Dís Hafþórsdóttur (gjaldkeri), Einari Sindra Ólafssyni (ritari), Atla Kristinssyni, Birgi Erni Harðarsyni, Gunnari Jóni Yngvasyni, Jón Birgi Guðmundssyni. Antoni Inga Arnarssyni og Huldu Jónsdóttur.

Nokkrir tóku til máls á fundinum og þökkuðu fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf sem og nýkjörinni stjórn til hamingju. Mikill uppgangur er í deildinni og starfið í blóma. 


Ný stjórn handknattleiksdeildar 2019. Efri röð frá vinstri: Atli Kristinsson, Jón Birgir Guðmundsson, Þórir Haraldsson (formaður), Einar Sindri Ólafsson (ritari). Neðri röð frá vinstri: Sandra Dís Hafþórsdóttir (gjaldkeri), Anton Ingi Arnarsson, Gunnar Jón Yngvason. Á myndina vantar Birgi Örn Harðarson og Huldu Jónsdóttir.
ÁÞG