Vélaverkstæði Þóris styður áfram við bakið á handboltanum

Vélaverkstæði Þóris styður áfram við bakið á handboltanum

Vélaverkstæði Þóris og handknattleiksdeild Selfoss skrifuðu á dögunum undir áframhaldandi styrktarsamning, fyrirtækið verður því áfram einn af helstu styrktaraðilum deildarinnar. Deildin er gríðarlega ánægð með að Vélaverkstæði Þóris haldi áfram að vera einn af dyggustu styrktaraðilum deildarinnar og styðji við bakið á áframhaldandi uppbyggingu handboltans á Selfossi.


Frá vinstri: Jón Bigir Guðmundsson, Hergeir Grímsson, Örn Þrastarson, Þórir Þórarinsson framkvæmdastjóri Vélaverkstæðis Þóris, Hulda Dís Þrastardóttir, Katla María Magnúsdóttir og Árni Steinn Steinþórsson.
Umf. Selfoss / ÁÞG