Vestmannaeyingar sigurvegarar á Ragnarsmótinu

Vestmannaeyingar sigurvegarar á Ragnarsmótinu

Seinni hluti Ragnarsmótsins fór fram í seinustu viku, og lauk á laugardag, þegar strákarnir mættu til leiks í íþróttahúsi Vallaskóla. Það voru strákarnir í ÍBV sem stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins en liðið vann alla leiki sína á mótinu. Selfyssingar áttu besta sóknarmann og besta varnarmann mótsins.

Heimamenn urðu í öðru sæti en þeir stóðu sig gríðarlega vel á mótinu og sigruðu bæði Íslandsmeistara Hauka og Valsmenn örugglega eftir að hafa tapað fyrir ÍBV í fyrsta leik mótsins.

Vestmannaeyingar áttu markahæsta leikmann mótsins en það var Theodór Sigurbjörnsson sem jafnframt var valinn besti leikmaður mótsins. Eyjamenn áttu einnig besta markmann mótsins, Stephen Nielsen. Selfyssingurinn Sverrir Pálsson var valinn besti varnarmaðurinn og félagi hans Elvar Örn Jónsson besti sóknarmaðurinn. Það var sérstök dómnefnd sem sá um valið.

Öll úrslit mótsins má finna á vef Sunnlenska.is.

Lokastaða mótsins var sú að ÍBV hlaut 6 stig, Selfoss 4 stig, Haukar 2 stig og Valur var án stiga.

Elvar Örn (fyrir neðan) og Sverrir (fyrir ofan) stóðu í ströngu á Ragnarsmótinu.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/JÁE

Handbolti - Ragnarsmótið Elvar Örn