Vetrarstarfið hafið – Afsláttur á æfingagjöldum

Vetrarstarfið hafið – Afsláttur á æfingagjöldum

Nú er vetrarstarfið hjá Umf. Selfoss komið í fullan gang. Búið er að tímasetja æfingar hjá flestum deildum og hvetjum við foreldra og forráðamenn til að bregðast skjótt við og skrá börnin í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra.

Jafnframt viljum við vekja athygli á að afsláttur er veittur af æfingagjöldum í handbolta, sundi og taekwondo fyrir þá foreldra sem ganga frá skráningu í seinasta lagi 14. september. Athugið að ekki kemur sérstaklega fram á kvittun að um afslátt sé að ræða heldur er verðið lægra en fullt verð á námskeiðinu er. Þannig verður annað verð fyrir þá sem ganga frá greiðslu eftir 14. september.