Vorhappadrætti handknattleiksdeildar

Vorhappadrætti handknattleiksdeildar

Hafin er sala miða í vorhappadrætti handknattleiksdeildar Selfoss. Vinningar eru af fáheyrðum gæðum og heildaverðmæti rúm ein milljón króna.

Um er að ræða eina stærstu fjáröflun deildarinnar og því hvetjum við alla til að taka vel á móti iðkendum sem verða á ferðinni í net- og raunheimum næstu tvær vikur. Miðinn kostar kr. 1.500.

Dregið verður úr seldum miðum föstudaginn 26. apríl nk. og verða vinningsnúmer birt á heimasíðu Umf. Selfoss www.selfoss.net. Allar nánari upplýsingar í síma 482-2477.