Vorhappdrætti í lofti

Vorhappdrætti í lofti

Hið árlega vorhappdrætti handknattleiksdeildar er farið í gang og vinningarnir hinir glæsilegustu, heildarverðmæti þeirra er yfir 1,1 miljón króna og sem dæmi má nefna gistingu fyrir tvo á Hótel Rangá, snjósleðaferð upp á jökul og sumarkort á golfvöllinn! Happdrættismiðinn kostar 1500 kr. og er hægt að kaupa miða af iðkendum handknattleiksdeildarinnar. Dregið verður út þann 6. maí úr seldum miðum.

Nú reynir á okkur öll, við treystum á þinn stuðning. Áfram Selfoss!