Bergur Pálsson hélt uppi heiðri UMFS á RIG, 40 ára afmæli JSÍ

Bergur Pálsson hélt uppi heiðri UMFS á RIG, 40 ára afmæli JSÍ

Stærsta og sterkasta opna júdómót síðari ára á Íslandi RIG JUDO OPEN /Afmælismót JSÍ  var haldið 19. janúar  í Laugardalshöllinni með þátttöku fjölda erlendra keppenda, þar á meðal frá Rússlandi , Tékklandi, Danmörku og Færeyjum , eða alls 22 erlendir gestir.  Var mótið sérlega glæsilegt þetta árið enda tímamót, 40 ára afmæli Júdósambands Íslands. 

Þátttaka var mjög góð og flestir af sterkustu  keppnismönnum landsins  með, en þátttaka var  takmörkuð við blátt belti, það er að segja, í þessu móti gátu lægra gráðaðir ekki tekið þátt. 

Á meðal keppenda voru sumir af sterkstu júdómönnum heims í sínum þyngdarflokkum svo sem Viktor Semenov og Arsen Pshmakhov frá Rússlandi, Fredrik Jörgensen Danmörku, Michal Krpalek CZK og Ida Kristine Hagelskjær frá Danmörku. 

Frá UMFS komu 4 keppendur Bergur Pálsson, Egill Blöndal, Eyþór Óskarsson og Grímur Ívarsson 

Strax frá byrjun var ljóst að þetta var gríðalega sterkt mót og átti Egill Blöndal sem keppti í -81kg flokki  fyrstu viðureign dagsins við Arsen Pshmakhov frá Rússlandi og var Egill Arsen erfiður og þrátt fyrir gríðarleg átök tókst Arsen ekki að skora nein stig á Egil, en vann þó þar sem Egill hafði fengið á sig refsistig þar sem dómara fannst Egill ekki hafa sótt nóg. 

Var Egill eini keppandinn sem Arsen náði ekki að skora neitt á þennan daginn en flesta aðra vann Arsen með nokkrum yfirburðum, Sveinbjörn Yura átti þó góða viðureign í úrslitum. 

Næst keppti Egill við Jón Þór úr JR og sást þá Agli að hann hafði lagt mikið undir í viðureigninni  við Arsen og var bæði þreyttur og lemstraður og varð að láta í minni pokan fyrir Jóni og komst ekki lengra þennan daginn. 

Bergur Pálsson sem keppti í -90kg flokki hélt uppi heiðri UMFS þennan daginn og minnti rækilega á sig, sigraði sinn riðil og vann þrjá andstæðinga, Ingimar H. Halldórsson, og Þórir Hrafn, og Davíð Víðisson báða á Ippon, fullnaðar sigri og keppti til úrslita við sterkasa mann þessa móts Viktor Semenov. 

Þrátt fyrir góð tilþrif varð Bergur að játa sig sigraðan en náði 3 sæti sem er frábær árangur en Bergur hefur lítið keppt undanfarin ár en í topp formi þessa dagana.

 Viktor Semenov vann þar með þyngdarflokkinn og gerði sér síðan lítið fyrir og vann opna flokkinn og þar á meðal Þormóð Jónsson JR, hafði skömmu áður unnið sinn þyngdarflokk +100kg.

 Þeir Grímur Ívarsson og Eyþór Óskarsson stóðu sig vel en urðu að láta í minni pokan fyrir sér reyndari mönnum.

 Guðmundur Tryggvi Ólafsson