Claudiu og Sara verðlaunuð

Claudiu og Sara verðlaunuð

HSK mótið í júdó fyrir 12-15 ára var haldið í Sandvíkursalnum í seinustu viku. Vésteinn Bjarnason og Claudiu Sohan báru sigur úr bítum í sínum flokkum.

Claudiu Sohan og Sara Nugig Ingólfsdóttir fengu verðlaun fyrir ástundun og framfarir. Þetta er í fyrsta sinn sem er þessi verðlaun eru veitt. Þau eru bæði að stíga sín fyrstu skref í flokki iðkenda 18 ára og yngri og hafa staðið sig vel á þessu ári, auk þess eru þau góðar fyrirmyndir fyrir yngri kynslóðina.

Úrslit mótsins urðu eftirfarandi.

U15 -55 kg
1. Vésteinn Bjarnason
2. Elmar Þorsteinsson
3. Björgvin Mánason
4. Arnar Arnarsson
5. Ottó Loki Ólafsson

U15 -60 kg
1. Claudiu Sohan
2. Filip Markús Szafrónówicz
3. Styrmir Hjaltason
4. Matthías Maarten van Duin

bp

Myndatexti:

Á mynd með frétt eru Claudiu og Sara með viðurkenningar sínar.
Á mynd fyrir neðan eru keppendur í -55 kg flokki.
Ljósmyndir frá þjálfurum og foreldrum Umf. Selfoss