Egill á European Judo Open

Egill á European Judo Open

Þeir Þormóður Árni Jónsson +100 kg, Breki Bernharðsson -81 kg og Egill Blöndal -90 kg kepptu á European Judo Open Prag 28. feb. sl. Mótið var gríða sterkt en keppendur voru 270 frá 52 þjóðum.

Selfyssingurinn Egill sat hjá í fyrstu umferð en mætti síðan Ástrala sem hafði sigrað Eista í fyrstu umferð. Egill var mun aðgangsharðari en Ástralinn og sótti mikið oftar en hann en með litlum árangri þar sem tímasetningar voru kanski ekki alveg nógu góðar en hann var alltaf að og ógnandi. Ástarlinn komst aðeins einusinni í færi og komst í hægra osoto-gari og skorðai yuko og komst í framhaldi af því í fastatak sem að Egill losaði sig úr og var það vel gert því fastatakið var öflugt. Egill hélt áfram að sækja en á árangurs og tíminn rann út og tapaði hann því viðureigninni á þessu eina skori Ástralans því miður. Það er alveg ljóst miðað við viðureignir Egils á síðustu tveimur að hann er á hárréttir leið og það styttist í fyrstu sigurglímu.

Að loknu móti framlengja þeir allir dvölinni og æfa í vikutíma í öflugusta klúbbnum í Prag en þá heldur Þormóður heim en þeir Breki og Egill fara þá í tíu daga æfingabúðir OTC í Nymburk í Tékklandi þar sem þeir hitta fyrir þá Adrían Ingimundarson og Gísla Vilborgarson.

Frétt af vefsíðu Júdósambandsins.