Egill Blöndal tók gullið og er Norðurlandameistari 2013

Egill Blöndal tók gullið og er Norðurlandameistari 2013

Norðurlandamótið í júdó fór fram í Vejle Danmörku um síðustu helgi og fóru 13 keppendur frá Íslandi.

Egill glímdi 3 glímur og vann tvær örugglega, aðra á 1,08 mínútum og hina á 52 sekúndum, en sú þriðja tapaðist á 7 stigum. Þetta dugði þó Agli þar sem hann var með flest stigin úr þessum viðureignum og titillinn hans.

Árangur Egils Blöndal var sérlega glæsilegur og vann hann eina Norðurlandameistaratitil Íslendinga þetta árið. 

Árangur Sveinbjörns Yura  og Þorvaldar Blöndal var einnig góður en Sveinbjörn náði 2. sæti og Þorvaldur 3. sæti.

Egill er nú á leið á Smáþjóðaleikana í Lúxemborg ásamt landsliðinu í júdó en þar fær hann það erfiða hlutverk að keppa einum flokki upp fyrir sig eða -100kg  og þar að auki í fullorðins flokki en Egill er aðeins 16 ára. Hann er hins vegar orðinn vanur að blanda sér í baráttuna um verðlaunasætin og mun örugglega gera tilkall til verðlauna á þessu móti og ekkert verður gefið eftir.