Egill í Svíaríki

Egill í Svíaríki

Eins og áður hefur komið fram keppti Egill Blöndal um seinustu helgi ásamt þeim Þormóði Jónssyni, Karli Stefánssyni og Adrían Ingimundarsyni á European Cup seniora í Helsingborg.

Allir kepptu þeir í +100 kg nema Egill sem var að venju í -90 kg. Því miður náði Egill sér ekki á strik á mótinu. Hann fékk sterkan Svía í fyrstu glímu, tapaði á fjórum refsistigum og komst því ekki àfram.

Að loknu móti á sunnudaginn tóku Íslendingarnir síðan þátt í þriggja daga æfingabúðum með landsliði Svía.

Egill léttur í bragði
Mynd: Umf. Selfoss