Egill með landsliðinu til Danmerkur

Egill með landsliðinu til Danmerkur

Nýráðinn landsliðsþjálfari Júdósambands Íslands, Jón Þór Þórarinsson, hefur valið Selfyssinginn Egil Blöndal til keppni með íslenska landsliðinu á Matsumae Cup sem fram fer í Vejle í Danmörku 16.-21. febrúar nk.

Jón Þór er ráðinn fram yfir Ólympíuleikana í Japan árið 2020 og mun hann skipuleggja og ákveða verkefni landsliða þann tíma en Egill stefnir ótrauður á þátttöku á leikunum.