Egill og Grímur á Opna sænska

Egill og Grímur á Opna sænska

Selfyssingarnir Egill Blöndal og Grímur Ívarsson tóku þátt í Opna sænska mótinu sem fram fór í Stokkhólmi 26. september.

Grímur keppti í -90 kg flokki í U18 þar sem hann endaði í þriðja sæti sem er frábær árangur en Egill keppti í sama þyngdarflokki í U21. Því miður tapaði Egill fyrstu glímunni á einu stigi og fékk því miður ekki uppreisn.

Úrslit mótsins