Egill og Úlfur keppa í Evrópu

Egill og Úlfur keppa í Evrópu

Júdómenn frá Selfossi hafa verið og verða á ferð og flugi um Evrópu í júlí.

Úlfur Böðvarsson, sem býr núna og æfir í Danmörku, keppti seinasta laugardag á Evrópumótmeistaramóti U18 í júdó í sem haldið var í Finnlandi. Keppendur voru rúmlega 400 frá 41 þjóð. Hann keppti í -90 kg flokki og laut í lægra haldi fyrir Christopher Mvuama frá Frakklandi í fyrstu umferð. Í flokknum kepptu tuttugu og fimm keppendur. Þórdís Böðvarsdóttir systir Úlfs var honum til aðstoðar á mótinu.

Egill Blöndal keppir á Junior European Cup 9.-10. júlí í Paks í Ungverjalandi en sleppir æfingabúðunum en keppir hins vegar aftur viku seinna á öðru Junior European Cup í Gdynia í Póllandi þar sem hann fer í æfingabúðir á eftir. Mun Garðar Skaftason þjálfari verða honum til aðstoðar á þessum mótum.

Síðar í sumar keppir Egill í Þýskalandi áður en hann heldur til Spánar til að taka þátt í Evrópumóti U21 í júdó og síðar í haust fer hann til Ísrael til þátttöku í Evrópumóti U23.

Egill á mynd með frétt og Úlfur á mynd hér fyrir neðan.

Júdó - Úlfur Böðvarsson