Egill tvöfaldur Íslandsmeistari

Egill tvöfaldur Íslandsmeistari

Keppendur Umf. Selfoss náðu frábærum árangri Íslandsmótinu í júdó þar sem bestu júdómenn landsins voru mættir.

Egill Blöndal varð Íslandsmeistari bæði í -90 kg flokki og opnum flokki þar sem hann vann Sveinbjörn Iura í úrslitum í báðum flokkum eftir mjög spennandi viðureignir. Grímur Ívarsson hlaut annað sætið í -100 kg flokki og þriðja í opna flokknum. Þór Davíðsson hlaut þriðja sætið í -100 kg flokki og fimmta í opna flokknum. Úlfur Þór Böðvarsson hlaut þriðja í -90 kg flokki og fimmta í opnum flokki.

Einnig kepptu þeir Haukur Þór Ólafsson og Halldór Bjarnason á sína fyrsta móti í flokki fullorðinna og stóðu þeir sig einnig vel þó ekki hlytu þeir verðlaun að þessu sinni.

Frétt um Íslandsmótið á vef RÚV og einnig er stutt viðtal við Egil og umfjöllum á Mbl.is.

Egill var kampakátur með Íslandsmeistaratitlana.
Ljósmynd af fésbókarsíðu Egils.