Egill tvöfaldur Íslandsmeistari

Egill tvöfaldur Íslandsmeistari

Íslandsmót ungmenna í Brazilian Jiu Jitsu fór fram í Njarðvík laugardaginn 9. nóvember og tóku fimm júdómenn frá Selfossi þátt. þeir Egill Blöndal, Grímur Ívarsson, Úlfur Böðvarsson, Bjartþór Böðvarsson og Þórdís Böðvarsdóttir.

Egill sem hafði mætt á eina æfingu í Brazilian Jiu Jitsu fyrir mótið kom, sá og sigraði. Vann hann alla keppendur sína með yfirburðum og engum tókst að skora stig á hann nema Grími æfingafélaga hans. Egill vann sinn þyngdarflokk með fullu húsi stiga sem og opna flokkinn.

Þá náði Úlfur 3. sæti í opna flokknum sem verður að teljast frábær árangur og Þórdís lenti í 2. sæti.

gs

Á myndinni eru Egill fyrir miðju og Úlfur til hægri.

Mynd: Garðar Skaptason

Tags: