Einar Ottó sæmdur silfurmerki Umf. Selfoss

Einar Ottó sæmdur silfurmerki Umf. Selfoss

Aðalfundur sunddeildar Selfoss fór fram í seinustu viku. Á fundinum var Einar Ottó Antonsson sæmdur silfurmerki Umf. Selfoss fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu félagsins.

Starf og rekstur deildarinnar er í góðum gangi og var stjórn deildarinnar öll endurkjörin undir stjórn Birgis Júlíusar Sigursteinssonar.

Á mynd með frétt eru Viktor S. Pálsson, formaður Umf. Selfoss, sem nældi silfurmerkinu í Einar Ottó (t.h).
Á mynd fyrir neðan er stjórn júdódeildar Selfoss f.v. Olivera Ilic, Birgir Júlíus Sigursteinsson, Þórdís Rakel Hansen Smáradóttir og Margrét Jóhönnudóttir. Á myndina vantar Berg Pálsson.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Gissur