Feðgar keppa á Reykjavík Júdó open

Feðgar keppa á Reykjavík Júdó open

Selfyssingar eiga fimm fulltrúa á Reykjavík Júdó open, sterkasta júdómóti ársins á Íslandi, sem fram fer í Laugardalshöllinni laugardaginn 25. janúar. Mótið hefst klukkan 10 og er aðgangur ókeypis.

Allir okkar sterkustu glímumenn taka þátt. Böðvar Þór Kárason keppir í +100 kg flokki, Þór Davíðsson í -100 kg flokki, Egill Blöndal í -90 kg flokki, og Grímur Ívarsson og Úlfur Böðvarsson í -81 kg. flokki. Athygli vekur að feðgarnir Böðvar og Úlfur taka þátt en það er afar fátítt á svo sterku móti.

Meðal sterkra keppenda á mótinu má nefna Ólympíumeistarann Tagir Khaibulev sem keppir í -100 kg flokki og Evrópumeistarinn Lukas Krpalek sem keppir í +90 kg flokki.

Dagskrá mótsins er eftirfarandi

10:00 – 14:00 Forkeppni
14:00 – 15:00 Hlé / Júdósýning
15:45 – 16:15 Úrslit þyngdarflokka
16:15 – 17:15 Opinn flokkur
17:30 Mótslok 

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Júdósambands Íslands.