Fjögur gullverðlaun á Haustmóti JSÍ

Fjögur gullverðlaun á Haustmóti JSÍ

Haustmót JSÍ fór fram í Vogum 12. október og gekk júdómönnum frá Umf. Selfoss vel og unnu til fjölda verðlauna.

Egill Blöndal sigraði sinn flokk örugglega  og varð auk þess í öðru sæti í flokki fullorðinna eftir harða viðureign við hinn sterka júdómann Jón Þórarinsson JR sem er einn af sterkustu bardagamönnum landsins. Jón keppti meðal annars til úrslita í opnum flokki á Íslandsmótinu 2012 við sterkasta bardagamann Íslands Þormóð Jónsson. Rétt er að geta þess að þar náði Egill Blöndal þriðja sæti sem er „gríðalegur árangur”.

Þeir bræður Úlfur og Bjartþór Böðvarssynir stóðu sig vel að vanda og unnu til gullverðlauna í sínum flokkum, en Úlfur hefur verið nánast ósigrandi undanfarið ár.

Halldór Bjarnason er gríðalega öflugur ungur maður og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni en hann vann sinn flokk nokkuð örugglega og tók gullverðlaun eins og oft áður. Hrafn Arnarson varð því að sætta sig við silfur í þetta skiptið en Hrafn hefur styrkst mjög mikið undanfarið og til alls vís í framtíðinni.

Grímur  Ívarsson var í öðru sæti í sínum flokki og gekk vel. Hann sigraði sínar viðureignir örugglega en varð að sætta sig við tap gegn Loga Haraldssyni JR í þetta skiptið en eins gott er fyrir Loga að hafa Grím í huga því hann er vís til að vilja jafna sinn hlut.

Ungu mennirnir Haukur Ólafsson og Krister Andrason eru að stíga sín fyrstu skref í keppnisferlinum og gekk vel og unnu til þriðju verðlauna í þetta skiptið en ætla sér örugglega meira í framtíðinni.

Tags: