Fjórði Selfyssingurinn á NM

Fjórði Selfyssingurinn á NM

Nú hefur fjórði Selfyssingurinn bæst í landsliðshóp Júdósamband Íslands sem keppir á Norðurlandamótinu í Finnlandi 24.-25. maí næstkomandi.

Þetta er Þór Davíðsson sem keppir í -100 kg flokki í fullorðinna (seniora) á mótinu.

Áður hafði verið tilkynnt um keppendur yngri landsliða þar sem Grímur Ívarsson, Úlfur Böðvarsson og Egill Blöndal voru valdir til þátttöku.

Sem fyrr óskum við strákunum til hamingju með árangurinn og góðs gengis á mótinu.

Frétt á heimasíðu JSÍ.