Fjórir Selfyssingar keppa á NM

Fjórir Selfyssingar keppa á NM

Fjórir Selfyssingar taka þátt á Norðurlandamótinu í júdó 2017 sem verður haldið dagana 13. og 14. maí í Trollhättan í Svíþjóð.

Þetta eru þeir Egill Blöndal, Grímur Ívarsson og Úlfur Þór Böðvarsson sem keppa í flokki fullorðinna en Grímur og Úlfur Þór keppa einnig í flokki U21. Fjórði Selfyssingurinn er Halldór Ingvar Bjarnason sem keppir í flokku U18.

Hægt verður að fylgjast með mótinu á fésbókarsíðu mótsins.