Flottur árangur í Hilleröd

Flottur árangur í Hilleröd

Laugardaginn 23. nóvember kepptu yngri landslið Íslands á Hillerröd Intl. í Danmörku. Okkar maður Egill Blöndal var að sjálfsögðu meðal landsliðsmanna en það var Jón Óðinn Waage þjálfara sem fór fyrir hópnum.  Í tveimur elstu aldursflokkunum landaði Egill tveimur silfurpeningum í -90 kg flokki en hann mátti keppa í tveimur aldursflokkum þ.e. U18 og U21 árs.

Það náðist flottur árangur hjá okkar mönnum og unnu Íslendingar í heildina til þrettán verðlauna þar af fimm gull, þrjú silfur og fimm brons.