Glæsilegur árangur á afmælismóti JSÍ

Glæsilegur árangur á afmælismóti JSÍ

Sextán keppendur frá Júdódeild Selfoss kepptu á afmælismóti Júdósambands Íslands fyrir keppendur yngri en 21 árs. Um 90 keppendur frá níu félögum kepptu á mótinu og keppendur frá Selfossi flest verðlaun eða sjö gull, tvö silfur og fimm brons.

Mörg glæsileg köst og fastatök sáust á mótinu. Mest spennandi flokkurinn var -81 kg hjá þeim félögum Hrafni Arnarsyni og Halldóri Bjarnasyni í U18. Þar hlaut Hrafn fyrsta sæti en Halldór þriðja sæti. Þeir kepptu einnig í U21 -81 kg. þar hlaut Halldór fyrsta sæti og Hrafn annað sæti. Þeir verða báðir 17 ára á árinu, efnilegir piltar þar á ferð.

Önnur verðlaun Selfyssinga á mótinu hlutu:

Drengir U13 -42 kg Vésteinn Bjarnason 1. sæti.

Drengir U13 -46 kg Alexander Kuc 1. sæti.

Drengir U13 -55 kg Einar Magnússon 1. sæti

Drengir U13 -60 kg Grétar Aðalsteinsson 2. sæti.

Drengir U15 -46 kg Jóel Jóhannesson 3. sæti.

Drengir U15 -50 kg Claudiu Sohan 3. sæti.

Drengir U15 -60 kg Jakob Tomczyk 1. sæti.

Drengir U15 -73 kg Böðvar Arnarsson 1. sæti.

Drengir U18 -60 kg Haukur Þór Ólafsson 3. sæti.

Ljósmyndir frá þjálfurum og foreldrum Umf. Selfoss.