Góður árangur á Haustmóti

Góður árangur á Haustmóti

Haustmót Júdósambands Ísland í öllum aldursflokkum var haldið í Grindavik laugardaginn 5. október. Níu keppendur frá júdódeild Selfoss kepptu, stóðu sig allir vel og sýndu góð tilþrif á gólfinu.

Alexander Adam Kuc, Egill Blöndal og Hrafn Arnarsson unnu sína flokka nokkuð örugglega. Böðvar Arnarson og Breki Bernhardsson unnu til silfurverðlauna og Þórir Steinþórsson, Davíð Guðmundsson og Hrafn Arnarson til bronsverðlauna.

bp

Á mynd með frétt er Egill Blöndal sem vann sinn flokk á mótinu.


Alexander Adam Kuc


Hrafn Arnarsson

Ljósmyndir: Umf. Selfoss