Góður árangur á vormóti JSÍ

Góður árangur á vormóti JSÍ

Selfyssingar unnu til fjölda verðlauna á Vormóti JSÍ í yngri aldursflokkum sem haldið var laugardaginn 21. mars. Júdódeild Selfoss sendi ellefu keppendur sem stóðu sig allir frábærlega vel og uppskáru fimm gull, þrjú silfur og eitt brons.

Þátttakendur voru tæplega 60 frá átta félögum. Keppt var í fjórum aldursflokkum U13, U15, U18 og U21.

Í U13 vann Jakob Oskar Tomczyk gull í -42 kg sem og Böðvar Arnarsson í -53 kg.

Í U15 hreppti Krister Frank Andrason brons í -38 kg, Rúnar Baldursson silfur í -50 kg og Hrafn Arnarsson í -60 kg gerði sér lítið fyrir og vann silfur á glæsilegum köstum þrátt fyrir að keppa upp fyrir sig í þyngdarflokki á meðan Haukur Þór Ólafsson náði í bronsið. Í -90 kg kepptu þeir Halldór Bjarnason og Bjartþór Böðvarsson en þeir voru báðir að keppa upp fyrir sig í þyngd, Halldór einum flokki og Bjartþór tveimur flokkum. Létu þeir það ekki hindra sig og vann Halldór gullið og Bjartþór silfrið með flottum köstum.

Í U18 tók Stefan Tor Leifsson brons í -60 kg og Grímur Ívarsson silfur -90 kg flokki.

Grímur bætti hins vegar um betur og tryggði sér gullverðlaun í -100 kg flokki í U21.

Glæsilegir keppendur Júdódeildar Selfoss.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Hrafn

Vormót í júdó (4) Vormót í júdó (3) Vormót í júdó (2) Vormót í júdó (1)