Góður árangur á Vormóti

Góður árangur á Vormóti

Vormóti JSÍ í yngri aldursflokkum fór fram laugardaginn 29. mars. Selfoss átti átta keppendur á mótinu sem stóðu sig með mikilli prýði.

Í flokki barna (U13) sigraði Krister Andrason í -30 kg flokki og Mikael Magnússon varð þriðji í -46 kg flokki.

Í flokki táninga (U15) varð Hrafn Arnarsson þriðji í -55 kg flokki, Bjartþór Böðvarsson varð þriðji í -66 kg flokki og Nikulás Torfason varð fimmti í sama þyngdarflokki.

Í flokki unglinga eða cadets (Y17) sigraði Grímur Ívarsson í -90 kg flokki auk þess sem Úlfur Böðvarsson varð í þriðja sæti í sama þyngdarflokki.

Í elsta aldurflokknum, flokki juniora vann Selfoss þrefaldan sigur í -100 kg flokki. Egill Blöndal sigraði, Grímur varð annar og Úlfur þriðji.

Glæsilegur árangur hjá strákunum okkar.

Hægt er að skoða öll úrslit mótsins á heimasíðu Júdósambandsins.