Góður árangur hjá stelpunum

Góður árangur hjá stelpunum

Stúlknamót Íslands í júdó var haldið í Njarðvík fimmtudaginn 4. júní. Fjölmargir keppendur tóku þátt og átti Selfoss tvo keppendur á mótinu.

Mia Klith Einarsdóttir keppti í -28 kg flokki og náði í bronsverðlaun. Amelía Ósk Tryggvadóttir vann til gullverðlauna í -24 kg flokki, hún keppti einnig í -28 kg flokki og vann silfurverðlaun og hlaut brons í -32 kg flokki.

eoa

Mia Klith (t.v.) og Amelía Ósk að loknu góðu móti í Njarðvík.
Ljósmynd: Umf. Selfoss