Grímur Norðurlandameistari

Grímur Norðurlandameistari

Það voru átta Selfyssingar í eldlínunni á Norðurlandamótinu í júdó sem fram fór í Laugardalshöllinni helgina 9.-10. maí.

Selfyssingar eignuðust einn Norðurlandameistara þegar Grímur Ívarsson lagði andstæðinga sína að velli í -90 kg flokki U21. Fleiri Selfyssingar náðu á pall en auk gullverðlauna hlutu keppendur Selfoss þrenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun.

Grímur var ekki eini Selfyssingurinn sem keppti í þessum flokki því að Úlfur Böðvarsson varð þriðji. Þeir félagar eru einnig gjaldgengir í U18 og þar varð Grímur í öðru sæti og Úlfur þriðji.

 

Egill Blöndal varð í öðru sæti í -81 kg flokki U21.

Í flokki fullorðinna (seniora) varð Þór Davíðsson þriðji í -90 kg flokki og í flokki eldri keppenda (veterans) krækti Bergur Pálsson í silfurverðlaun í -90 kg.

Öll úrslit mótsins má finna á heimasíðu Júdósambands Íslands.

Lokaglímu Gríms þegar hann tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn er aðgengileg á Þúskjánum eða Youtube ásamt öllum öðrum glímum Selfyssinga á mótinu.

Þá má finna myndir frá keppni og verðlaunaafhendingu á Flickr myndasíðu Davíðs Áskelssonar.

Grímur náði glæsilegum árangri.
Ljósmynd: Heimasíða JSÍ/Davíð Áskelsson