Haustmót JSÍ í Iðu

Haustmót JSÍ í Iðu

Haustmót Júdósambands Íslands fer fram í Iðu laugardaginn 22. október og hefst kl. 11:00.

Flestir af sterkustu keppendum landsins taka þátt og má þar nefna Selfyssingana Þór Davíðsson, Grím Ívarsson, Halldór Hrafnsson, Hrafn Arnarson og Birgi Júlíus Sigursteinsson.

Þess má geta að Egill Blöndal er fjarri góðu gamni þar sem hann er staddur í æfingabúðum í Japan.