HSK mótið í júdó (myndband)

HSK mótið í júdó (myndband)

Það er búið að setja saman afar skemmtilegt myndband frá HSK mótinu í júdó sem fram fór um miðjan desember. Þar tókust menn á og nokkrar glæsilegar byltur litu dagsins ljós. Gunnar Már setti myndbandið saman og sjón er sögu ríkari.

Einnig bendum við á að æfingar eru hafnar hjá júdódeildinn samkvæmt stundaskrá. Æfingar fara fram í æfingahúsnæði í íþróttahúsi Sandvíkurskóla á Selfossi (rétt hjá sundhöll Selfoss). Nýjir iðkendur á öllum aldri eru boðnir velkomnir og vakin er athygli á að tveir kynningartímar eru ókeypis.

Hér má sjá æfingatíma 2013-2014.

Halldór, Jakob og Olivera að loknu móti.
Mynd: Garðar Skaptason.

Tags: