Júdó fyrir konur

Júdó fyrir konur

Í seinustu viku hófust sérstakir kvennatímar í sal júdódeildarinnar í Sandvíkurskóla. Tímarnir eru á miðvikudögum kl 19:00 og er boðið upp á æfingar sem henta öllum, hvort sem er byrjendum eða lengra komnum. Það var góð mæting í fyrsta tímann og full ástæða til að hvetja áhugasamar konur til að mæta og prófa. Júdó er frábær íþrótt sem eflir þol og styrk, líkamlegan jafnt sem andlegan.

 

Allar nánari upplýsingar gefur Þórdís Mjöll í síma 694-5495.