04 jan Júdóæfingar hafnar
Júdóæfingar eru hafnar að fullum krafti samkvæmt stundaskrá. Æfingarnar fara fram í nýja júdósalnum í Sandvíkurskóla. Byrjendur á öllum aldri eru boðnir velkomnir. Nánari upplýsingar um æfingatíma má finna hér á heimasíðunni.