Júdómót HSK

Júdómót HSK

Fyrirhugað er að halda júdómót HSK fyrir 6-10 ára laugardaginn 12. desember milli kl. 10 og 12. Mótið verður haldið í æfingahúsnæði júdódeildar Umf. Selfoss í íþróttahúsi Sandvíkurskóla á Selfossi.

Þriðjudaginn 15. desember verður HSK mótið í júdó fyrir 11-15 ára á æfingatíma júdódeildarinnar á Selfossi  kl. 17.30 – 18.30. Klukkan 18.30 sama dag hefst HSK mót 15 ára og eldri. Mótin verða haldin í æfingahúsnæði júdódeildar Umf. Selfoss í íþróttahúsi Sandvíkurskóla á Selfossi.

Tags: