Margar skemmtilegar glímur sáust á HSK-mótinu

Margar skemmtilegar glímur sáust á HSK-mótinu

Föstudaginn 7. desember sl. var hið árlega júdómót HSK haldið í júdósalnum í gamla Sandvíkurskóla í. Alls tóku 27 keppendur þátt í mótinu en keppt var í aldursflokkunum 6–10 ára og 11–14 ára. Þessir flokkar hafa verið að gera það mjög gott í vetur og hefur aldrei verið önnur eins þátttaka. Í yngri flokknum voru áttján keppendur í fjórum þyngdarflokkum, þar af voru þó aðeins þrjár stelpur. Þarna sáust margar mjög skemmtilegar glímur þar sem keppendur lögðu mikið á sig og börðust eins og ljón. Í eldri flokknum voru níu keppendur, allt strákar. Þeir stóðu sig allir gríðarlega vel.

HSK mót fullorðinna í júdó fer fram 28. desember.

Júdódeild Selfoss óskar öllum iðkendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi júdóárs.

Júdóæfingar hefjast að nýju eftir jólafrí þriðjudaginn 8. janúar og verða æfingarnar á sömu tímum og þær voru fyrir áramót.

-þmb/ög