Nýtt námskeið að hefjast í júdó

Nýtt námskeið að hefjast í júdó

Æfingar í júdó eru hafnar á ný eftir áramót samkvæmt stundatöflu.

Á vorönn verður boðið upp á nýtt námskeið fyrir byrjendur 15 ára og eldri. Æfingar fara fram í íþróttasal Sandvíkurskóla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20-21 og föstudaga kl. 17-18.

Allir eru velkomnir og er áhugasömum bent á að hafa samband við Berg Pálsson þjálfara í síma 862-0858.