Selfoss í 3. sæti á Afmælismóti JSÍ

Selfoss í 3. sæti á Afmælismóti JSÍ

Afmælismót Júdósambands Íslands fyrir 20 ára og yngri var haldið um síðustu helgi. Mótið var haldið hjá Júdófélagi Reykjavíkur og voru 60 keppendur mættir til leiks frá 8 félögum. Júdódeild Umf. Selfoss sendi sjö keppendur á mótið og komu  sex þeirra heim með verðlaun. Júdódeild Umf. Selfoss varð í 3. sæti á heildina litið.

   Félag  I  II  III   Keppendur
 1.   JR  7  2  5  15
 2.  ÍR  3  4  1  12
 3.  UMFS  2  2  2  7
 4.  JDÁ  2  1  0  3
 5.  UMFN  1  5  5  14
 6.  UMFG  1  2  0  3
 7.  UMFÞ   1   1   0  3
 8.  JG  1  0  0  2

Fyrst var keppt í yngstu flokkunum, 11-12 ára. Í -38 kg flokki keppti Hrafn Arnarson og náði 2. sæti. Í sama flokki keppti Bjartþór Böðvarsson og hafnaði hann í 3. sæti. Í -46 kg flokki í sama aldurhópi keppti Halldór Ingvar Bjarnason. Halldór átti fjórar viðureignir og vann þrjár þeirra og náði þar með 2. sæti.

Í aldurshópi 13-14 ára var hart barist. Mikael Jafet Ragnarsson vann allar sínar glímur eins og venjulega, flottur árangur hjá honum.  Í -60 kg náði Jakob H.P. Ingvarsson 3. sæti. Í -66 kg keppti Grímur Ívarsson og sigraði eftir tvísýna og á köflum jafna baráttu. Úlfur Böðvarsson keppti einnig í -66 kg flokki og náði 4. sæti.